Tæknivæddasti fólksbíllinn

Mercedes-Benz S-Class er mjög tæknivæddur.
Mercedes-Benz S-Class er mjög tæknivæddur.

Mercedes-Benz frumsýndi flaggskip sitt, hinn nýja S-Class, við hátíðlega athöfn í Hamborg í fyrri viku. Þýski lúxusbílaframleiðandinn segir S-Class tæknivæddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið.

Bílinn er örlítið stærri en forverinn í grunngerði, 2,8 c breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Í boði eru S350 með 3ja lítra V6 dísilvél með forþjöppu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 vél í  tvinnaflrás, og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum.

Bíllinn er mjög háþróaður og tæknivæddur, með myndavélar og ratsjárskynjara og hvort tveggja skannar veg og akreinar allt umhverfis bílinn í 360 gráður eins og augu og eyru. S-Class veit því þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða á samsíða akreinum og varar ökumann við yfirvofandi hættu sem því getur fylgt.

Með skynjurum og ratsjá veit S-Class þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti beitt bremsubúnaði bílsins og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara aðra vegfarendur um yfirvofandi hættu. S-Class getur meira að segja beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina við það að þreyta sígur á hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina