Tveir af hverjum þremur bílstjórum gáfu ekki stefnuljós þegar þeir óku út úr hringtorgi á mótum Fjarðarhrauns, Flatahrauns og Bæjarbrautar í Hafnarfirði. VÍS kannaði stefnuljósnotkun 910 ökumanna sem áttu leið á þeim tíma sem talið var. Aðeins þriðjungur notaði stefnuljós.
„Stefnuljós gefur við öðrum til kynna fyrirhugaða breytingu. Ætlunin sé að skipta um akrein, fara út úr hringtorgi, beygja út af akbraut, koma inn á akbraut, hleypa fram úr og svona mætti áfram telja. Með því að gefa stefnuljós er viðkomandi ökumaður að auka öryggi sitt og annarra í umferðinni og liðka fyrir umferð,“ segir í tilkynningu frá VÍS.