Verður átta tonn við árekstur

Slys þar sem maður kastaðist fram á stýrið og rúðuna …
Slys þar sem maður kastaðist fram á stýrið og rúðuna af fullum þunga, þar sem hann var ekki í bílbelti Ljósmynd/Umferðarstofa

Þegar um­ferðarslys verður á 90 kíló­metra hraða á klukku­stund hraða leys­ast mikl­ir kraft­ar úr læðingi eins og skemmd­ir á far­ar­tækj­um gefa glöggt til kynna. Höggþungi 60 kíló­gramma mann­eskju, sem ekki er með bíl­belti, get­ur numið allt að 8 tonn­um þegar hún kast­ast til.

„Við erum að reyna að vekja at­hygli á notk­un bíl­belta og mik­il­vægi þeirra,“ seg­ir Sigrún A. Þor­steins­dótt­ir, sér­fræðing­ur í for­vörn­um hjá VÍS.

Sigrún seg­ir að sam­kvæmt könn­un­um VÍS noti 9% öku­manna á höfuðborg­ar­svæðinu ekki bíl­belti. Símak­ann­an­ir á veg­um Um­ferðar­stofu sýna að hlut­fall þeirra sem spenna ekki belt­in í aft­ur­sæti er mun hærra, en þriðjung­ur sagðist hafa verið farþegi í aft­ur­sæti í síðustu könn­un þeirra án þess að spenna bíl­beltið.

„Fólk virðist af ein­hverj­um ástæðum ekki spenna belt­in þegar það er farþegi í aft­ur­sæti. Við ger­um laus­leg­ar kann­an­ir þar sem við feng­um leigu­bíl­stjóra í lið með okk­ur. Þær kann­an­ir sýndu svipaðar niður­stöður og hjá Um­ferðar­stofu,“ seg­ir Sigrún.

Sigrún seg­ir ekki bara hætt­ur fylgja því að ein­stak­ling­ur sé belt­is­laus í bíl, held­ur geta laus­ir hlut­ir sem ekki vega þungt orðið stór­hættu­leg­ir við árekst­ur. „Tölv­an er kannski laus aft­ur í bíln­um eða eitt­hvað slíkt. Á 90 kíló­metra hraða á klukku­stund get­ur þyngd hlut­ar 130-fald­ast við árekst­ur. Þú get­ur prófað að vigta gem­s­ann þinn og marg­faldað með 130. Hann væri þá orðinn stór­hættu­leg­ur ef hann myndi kast­ast eitt­hvað til,“ seg­ir Sigrún.

Eng­um dylst að bíl­belti eru mik­il­vægt ör­ygg­is­tæki bæði fyr­ir farþega og bíl­stjóra. Samt sem áður lét­ust 49 ein­stak­ling­ar í um­ferðarslys­um á ár­un­um 2000 til 2010 sem Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa tel­ur að hefðu lifað ef þeir hefðu verið með bíl­belti, þar af þrír á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »

Loka