Japanski bílsmiðurinn Mazda hefur þróað nýjan öryggisbúnað sem ætlað er að draga úr hættu á árekstri milli bíla sem aka í sömu átt.
Um 80% árekstra af því tagi eiga sér stað þegar verið er að skipta um akrein og ekið er í veg fyrir annan bíl.
Öryggiskerfi þetta (RVM) varar ekki aðeins við blinda punktinum beggja vegna bílsins, heldur sýnir einnig umferð bíla og vélhjóla allt að 50 metrum fyrir aftan bílinn þegar ekið er á yfir 60 km/klst hraða.