Bílar gangsettir með appi

Nýtt app fyrir Chevrolet bíla virkar betur en fjarstýring
Nýtt app fyrir Chevrolet bíla virkar betur en fjarstýring

Með appi frá GM geta bí­leig­end­ur nú opnað og læst bíl­um sín­um úr fjar­lægð. Þetta nýja app frá GM virk­ar eins og fjar­stýr­ing sem bí­leig­end­ur geta notað til að opna, læsa og ræsa bíla sína. Þessi búnaður á að fylgja Chevr­olet, Buick, GMC og Ca­dillac bíl­um frá ár­inu 2014.

Þá geta eig­end­ur bíla læst, opnað og ræst bíl­inn hvaðan sem er ef þeir ná Net­sam­bandi. Með þessu appi er hægt að ná til bíls­ins síns úr mun meiri fjar­lægð en með hefðbundn­um fjar­stýrðum bíllykli. Það get­ur t.d. verið hent­ugt fyr­ir bí­leig­end­ur að geta sett bíl­inn sinn í gang á köld­um vetr­armorgni þó hann standi nokkuð frá eig­and­an­um eða til þess að full­vissa sig um að bíll­inn sé læst­ur þegar hann er skil­inn eft­ir langt í burtu.

mbl.is

Bílar »