Umferðaröryggisgjaldið sem bíleigendur greiða við skoðun bifreiðar sinnar, skráningu eða eigendaskipti hækkar næstkomandi mánudag, 1. júlí.
Gjaldið hækkar um 100 krónur eða úr 400 í 500 krónur, en kveðið er á um hana í lögum um Samgöngustofnun sem koma til framkvæmda fyrsta dag júlímánaðar.
„Leggja skal á sérstakt umferðaröryggisgjald er renni til Samgöngustofu að fjárhæð 500 kr. og greiðist það við almenna skoðun ökutækis, skráningu ökutækis og skráningu eigendaskipta að ökutæki. Ráðherra setur reglur um innheimtu gjaldsins og um skil þess í ríkissjóð,“ segir í lögum þessum.