Vinsældir Fiat 500 halda áfram

Fiat 500e er uppseldur út árið
Fiat 500e er uppseldur út árið

Árið 2007 var nýr Fiat 500 kynntur til sögunnar og á innan við mánuði var bíllinn uppseldur út fyrsta árið. Í nóvember á síðasta ári náðist svo sá áfangi að milljón Fiat 500 bílar höfðu selst. Síðan 2007 hafa fleiri útgáfur af Fiat 500 farið í sölu. Ein þeirra er rafmagnsbíllinn 500e sem byrjað verður að afhenda til eigenda í næsta mánuði. Einungis þeir sem keyptu 500e í forsölu munu fá hann afhentan á þessu ári því hann seldist upp í forsölunni. Fyrst um sinn mun bíllinn einungis vera fáanlegur í Kaliforníuríki og síðar annars staðar í Bandaríkjunum, ekki stendur til að selja hann í Evrópu.

Aðrar fréttir af Fiat eru að Gucci útgáfan af 500 sem átti að byrja að selja í haust er uppseld. Það gerðist í forsölu líkt og með 500e.

mbl.is