Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að hætta nú framleiðslu á F-línu pallbíl af Harley-Davidson gerð því eftirspurnin var ekki næg. En þrátt fyrir það sinnir Ford vel pallbílaeftirspurninni því þeir eru nú með tíu aðra pallbílategundir á markaðnum og þar með talinn einn glænýjan frá árinu 2013.
Ford hefur framleitt F150- Harley-Davidson-pallbíla frá árinu 1999 til 2012 en þessi sérstaka útgáfa hefur ekki selst nóg undanfarið að mati Ford. Hlutdeild hans var aðeins eitt til tvö prósent af öllum seldum F-línu Ford þannig að framleiðslunni verður hætt en aðdáendur bílsins eiga eflaust eftir að sakna hans.