Hvernig Passat eyðir þremur lítrum

AP Images For Volkswagen of America

Eins og sagt var frá hér í gær þá setti VW nýtt heimsmet í sparakstri. Nýja metið er 3,02 l/100km eða 2,4 l/100km minna en uppgefin eyðsla bílsins er í langkeyrslu. Bíllinn sem metið var sett á er 2013 árgerð af VW Passat með diesel vél og beinskiptingu. En hvað gerðu bílstjórarnir til að ná þessum árangri?

Notuð var sérstök dieselolía frá Shell sem inniheldur minni brennistein en aðrar dieselolíur. Undir bílinn voru sett dekk frá Continental sem veita minna viðnám og hjálpa þar af leiðandi við að minnka eyðsluna, reglulega var fylgst með loftþrýstingnum í dekkjunum. Auk þessa þá sögðu bílstjórarnir að til þess að minnka eyðsluna skal aka hnökralaust, varast að hafa bílinn of mikið í lausagangi, halda stöðugum hraða, hafa slökkt á loftkælingunni, horfa langt fram á veginn til að skipuleggja aksturinn, nota skriðþungann niður brekkur til að láta bílinn rúlla og keyra rólega á milli umferðarljósa.

mbl.is