Næstkomandi laugardag, þann 29. júní, mun fara fram keppni í kvartmílu. Kvartmílukeppnin hefst klukkan fjórtán og fer að vanda fram á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði, er þetta önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í kvartmílu. Skráningarfrestur fyrir þá sem ætla að taka þátt er liðinn og hefur þónokkur fjöldi skráð sig til keppni, bæði í bíla- og mótorhjólaflokkum.
Nánari upplýsingar um keppnishaldið má finna á heimasíðu Kvartmíluklúbbsins en dagskrána má sjá hér að neðan
laugardagurinn 29. júní
9:30 - 10:30 mæting keppanda og skoðun ökutækja
10:30 pittur lokar
11:00 fundur með keppendum
11:15 - 12:10 æfingaferðir
12:10 tímatökur hefjast
13:20 tímatökum lýkur
13:20 - 13:50 hádegishlé
13:50 keppendur mættir við sín tæki
14:00 keppni hefst
15:30 keppni lýkur, kærufrestur hefst
16:00 kærufresti lýkur
16:30 verðlaunaafhending