Þrjátíu ár eru frá því Toyota hóf að selja Camry-bílinn í Bandaríkjunum. Á þeim tíma hafa yfir 10 milljónir eintaka verið seld.
Salan fór hægt af stað og fyrsta árið seldust aðeins 52.651 Camry-bílar í Bandaríkjunum. En þeir sóttu hratt á og undanfarin 11 ár hefur Camry verið söluhæsta einstaka bílgerðin þar í landi.
Að sögn Toyota eru næstum því allir þessir 10 milljónir Camry framleiddir í Bandaríkjunum og þrír fjórðu íhluta þeirra smíðaðir þar.