Banaslysum fækkar og fækkar

Franskir lögregluþjónar við umferðareftirlit í Pantin, skammt fyrir utan París.
Franskir lögregluþjónar við umferðareftirlit í Pantin, skammt fyrir utan París. mbl.is/afp

Fyrri helm­ing árs­ins fækkaði bana­slys­um í um­ferðinni í Frakklandi um 15,1% miðað við sama tíma­bil í fyrra, að því er inn­an­rík­is­ráðherr­ann, Manu­el Valls, skýrði frá í morg­un.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um franskra sam­göngu­yf­ir­valda lét­ust 257 færri frá ára­mót­um til júníloka en í fyrra. Þá biðu 1.697 manns bana á veg­un­um en 1.440 í ár.

Franska stjórn­in hef­ur sett sér það sem mark­mið við aðgerðir í um­ferðarör­ygg­is­mál­um, að ár­legt mann­tjón á veg­un­um verði komið und­ir 2.000 manns árið 2020. Allt árið í fyrra biðu 3.645 manns bana á frönsk­um veg­um, sem er met því aldrei hafa færri týnt lífi í frönsku um­ferðinni á einu ári.

Á önd­verðum átt­unda ára­tug nýliðinn­ar ald­ar lá mann­tjónið á bil­inu 15-20 þúsund manns á ári í Frakklandi. Í millitíðinni hef­ur einna mest munað um til­komu ör­ygg­is­belta, en einnig hafa vegið batnað, ör­yggi bíla auk­ist, eft­ir­lit með hraðakstri verið stór­eflt og öku­hraði verið lækkaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »