Eftir að Fiat eignaðist Chrysler þegar það síðarnefnda fór á hausinn þá hafa Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 pallbílarnir fengið nýja diesel vél, Jeep og Ram eru bæði hluti af Chrysler. Nýja diesel vélin er búin til af VM Motori sem er að stórum hluta til í eigu Fiat.
Þannig vill þó til að General Motors á einnig hlut í VM Motori. Þegar GM eignaðist hlut sinn árið 2007 þá var lagt í mikla vinnu við þróun nýrrar 2,9 lítra V6 diesel vélar sem nota átti í Cadillac CTS á Evrópumarkaði og síðar einnig í fleiri bíla. Lítið varð þó úr þeim áformum þar sem sala Cadillac bíla var lítil í Evrópu og GM rambaði á barmi gjaldþrots og þurfti því að forgangsraða upp á nýtt. GM hefur því aldrei náð að nota vélina, VM Motori hélt þó áfram að þróa vélina og var hún að verða tilbúin um það leyti sem Fiat keypti hlut sinn í fyrirtækinu árið 2011.
Nýja diesel vélin kom því sem góður kaupauki fyrir Fiat sem nú er byrjað að nota vélina eins og áður segir í Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 pallbílana sem eru í beinni samkeppni við bíla frá GM. Vélin er einnig notuð í Chrysler 300 fyrir Evrópumarkað.