Miklar vangaveltur hafa átt sér stað vestanhafs varðandi áætlað Cadillac flaggskip. Þær höfðu verið miklar en eftir að Cadillac sagðist vera hætt við ofurlúxus bíl fyrr í mánuðinum til að einbeita sér að nýju flaggskipi þá hafa þær komist á flug. Til að slá á vangavelturnar eða til að auka spennuna enn frekar þá hefur framkvæmdastjóri GM, Dan Akerson, látið hafa það eftir sér að vinna við nýtt flaggskip sé í fullum gangi.
Eina sem Dan Akerson gaf út um flaggskipið er að það mun fara í framleiðslu á næstu tveimur árum. Það er þó talið nokkuð ljóst að bíllinn muni bæði verða fáanlegur með aftur- og fjórhjóladrifi og svipa til nýs Cadillac CTS.
Þrátt fyrir að nýja flaggskipið muni fara í framleiðslu þá mun Cadillac XTS, sem er í dag stærsti bíllinn í Cadillac fjölskyldunni, ekki vera tekinn úr sölu þar sem Cadillac telur enn vera eftirspurn eftir stórum framhjóladrifnum lúxusbíl.