Forseti Ítalíu á brynvörðum Chrysler

Myndirnar eru ekki af forsetabílnum heldur sambærilegum bíl
Myndirnar eru ekki af forsetabílnum heldur sambærilegum bíl

Sem liður í endurskipulagningu Fiat eftir að hafa keypt Chrysler þá var hætt að selja bíla undir merkjum Chrysler í Evrópu að Bretlandi frátöldu. Í staðinn eru þeir bílar sem áður báru merki Chrysler núna seldir undir ítalska merkinu Lancia á meginlandi Evrópu. Einn þessara bíla er Lancia Thema sem er betur þekktur á Íslandi og Norður-Ameríku sem Chrysler 300.

Síðustu sextíu ár hafa forsetar Ítalíu haft Lancia bíla til umráða og sá síðasti var Lancia Thesis. Framleiðsla Thesis hefur þó verið hætt og hefur forseti Ítalíu fengið nýjan bíl til umráða sem heitir Lancia Thema. Í dag keyrir forseti Ítalíu því um á Chrysler 300 merktum sem Lancia í dökk bláum lit líkt og síðustu Lancia forsetabílar. Bílnum hefur þó verið breytt til að mæta þörfum forsetans og er hann meðal annars brynvarinn.

Sú hefð myndaðist árið 1961 að forsetinn keyrði um á Lancia þegar þáverandi forseti pantaði fjórar Lancia Flaminia limósínur fyrir heimsókn Elísabetar annarrar drottningar. Tveir þeirra bíla eru ennþá notaðir til hátíðabrigða.

mbl.is

Bloggað um fréttina