Sameinast um átak gegn hraðakstri

Öruggast er fyrir ferðalanga að halda sig á löglegum hraða.
Öruggast er fyrir ferðalanga að halda sig á löglegum hraða. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglumenn í 25 löndum í Evrópu halda þessa dagana uppi öflugu eftirliti með hraðakstri í þeim tilgangi að leggja áherslu á slysahættuna sem af slíkum akstri stafar.

Átakið hefur verið samræmt af evrópsku umferðarlögreglunni (TISPOL) en auk þess að vekja athygli á slysahættunni er ætlunin að auka á meðvitund ökumanna fyrir því að það sé vegfarendum fyrir bestu og hættuminnst, að bílum sé ekið á löglegum hraða og hraða sem hæfir aðstæðum. 

Í samskonar aðgerð í ágústmánuði í fyrra voru 554.000 hraðabrot numin í löndunum 25 í vikunni sem átakið stóð yfir, einnig í ágústmánuði.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina