Nýtt fyrirtæki, Islandus.is, hefur hafið sölu á Nissan Leaf-rafbílum með 100% fjármögnun. Í fréttatilkynningu segir fyrirtækið að bíllinn henti vel til leiguaksturs og ódýrara sé fyrir leigubílstjóra að henda gamla bílnum og skipta í rafbíl.
„Viðskipavinir njóta virkilega akstursins í rúmgóðum og næstum hljóðlausum bíl á meðan leigubílstjórinn og rekstraraðili bílsins sparar hundruð króna í hverri ferð, nærri hundrað þúsund krónur á mánuði miðað við 70.000 km akstur á ári, sem er algengt á leigubílum,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur fram, að Islandus.is geti boðið Nissan Leaf-rafbílinn með 100% fjármögnun. Mánaðarleg afborgun sé um 80.000 krónur.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Islandus.is.