Hraðahindrun eða stökkpallur?

Hraðahindrun. Flestum þykir betra að hægja á sér áður en …
Hraðahindrun. Flestum þykir betra að hægja á sér áður en farið er yfir svoleiðis. Sérstaklega bílum. Wikipedia

Það er alltaf gaman að skoða myndbönd úr rússneskum mælaborðsmyndavélum. Að þessu sinni sýnum við ykkur myndband af hraðahindrun, sem enginn vegfarendanna í myndbandinu virðist vita hvað er.

Þó svo að umferðarskilti gefi glögglega til kynna að 20 km hámarkshraði sé á svæðinu (að minnsta kosti ef við göngum út frá því að rússnesk umferðarmerki virki svipað og þau íslensku) ber að hvern bílstjórann á fætur öðrum á ofsaferð. Í stað þess að hægja á sér fara þeir yfir hraðahindrunina á fullum hraða, með tilheyrandi flugferð.

Í myndbandinu sjást þrettán bílar nota hraðahindrunina sem stökkpall, en tveir hægja á sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina