Fékk ekki að borga sektina

Ef gjaldkeri setur upp þennan svip, ertu að gera eitthvað …
Ef gjaldkeri setur upp þennan svip, ertu að gera eitthvað sem má ekki. Youtube.com

Ung­ur Ástr­ali, sem var ósátt­ur við 60 doll­ara (6.800 kr.) sekt fyr­ir stöðubrot, ákvað að svara fyr­ir sig með frek­ar óhefðbundn­um hætti. Maður­inn, sem býr í Adelai­de, mætti vissu­lega til að greiða sekt­ina, en krafðist þess að fá að borga með 1.200 fimm senta mynt­pen­ing­um.

Í meðfylgj­andi mynd­bandi, sem maður­inn tók sjálf­ur, byrj­ar hann á því að fara í bank­ann og skipta 60 döl­um í fimm senta pen­inga. Síðan fer hann til að greiða sekt­ina og er greini­lega nokkuð ánægður með þetta uppá­tæki sitt.

Þegar gjald­ker­inn neit­ar hins veg­ar að taka við greiðslu í smá­mynt bregst hann hinn versti við og af­sal­ar sér allri ábyrgð á sekt­ar­greiðslunni. Örygg­is­vörður á staðnum reyn­ir að fá mann­inn til að taka við mynt­inni aft­ur, skipta henni í banka og koma aft­ur, en kall­ar loks á hjálp þegar sekt­ar­greiðand­inn æsist við til­talið.

Sá hleyp­ur þá að út úr bæj­ar­skrif­stof­unni og kall­ar: „Ég er bú­inn  að borga, ég er far­inn. Bless, ég lét þig fá pen­ing­ana!“

Sam­kvæmt áströlsk­um lög­um get­ur hver sem er neitað að taka við greiðslu í fimm senta mynt, fyr­ir hærri upp­hæð en fimm doll­ara.

Sam­kvæmt lög­um er sekt­in því ógreidd, seg­ir í frétt Jal­opnik.

Þetta ætti að kenna les­end­um að ef þeir vilja vera fyndn­ir þegar þeir eru fúl­ir, ættu þeir að ganga úr skugga um að brand­ar­inn gangi upp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »