Volkswagenverksmiðjurnar áforma að allar vélar í öllum framleiðslubílum fyrirtækisins í framtíðinni verði búnar forþjöppu.
Ætlunin er að breytingin verði komin að fullu til framkvæmda í smíðisflota VW árið 2016 eða 2017.
Einn af yfirmönnum Volkswagen, Mark Trahan, skýrir frá þessu í samtali við bandaríska blaðið The Detroit News. Nýju hverfilblásnu vélarnar muni leysa þrjár venjulegar brunavélar sem enn eru í notkun í bílum VW, þ.e. 2,5 lítra fimm strokka vél og tvær sex strokka vélar.
Á sömu lund talaði einn af yfirmönnun Ford við blaðið fyrr í vikunni; að venjulegar bensínvélar myndu einnig hverfa úr bílum Ford á næstu árum.