Hámarksaldur á leigubíla í Oxford

Frá háskólaborginni Oxford í Englandi.
Frá háskólaborginni Oxford í Englandi. mbl.is/Ómar

Borgarstjórnin í Oxford í Englandi hefur hlotið stuðning og góðar undirtektir við þau áform sín að setja hámarksaldur á leigubíla í borginni.

Samkvæmt þeim verða bílstjórar að skipta bílum sínum út við 10 til 12 ára aldur, allt eftir því hvaða tegund bíla þeir keyra. Sem stendur eru engin aldursmörk á leigubílum í Oxford.

Búist er við að borgarráðið samþykki áform þessi 30. september næstkomandi. Með því verður að skipta einkareknum leigubíl út í stað nýs þegar hann nær 10 ára aldri og svörtu leigubílunum við 12 ára aldur.

Bitna hart á rekstri

Eigendur leigubíla hafa gagnrýnt áformin og segja þau munu bitna hart á rekstri þar sem þeir yrðu margir tilneyddir að kaupa nýja bíla. Fulltrúar borgarinnar segja að áformin séu málamiðlun. Þau endurspegli þá nauðsyn að bjóða upp á góða þjónustu um leið og þau taki tillit til aukins tilkostnaðar þeirra sem reka leigubílaþjónustu í borginni.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina