Nýr Skoda Fabia á næsta ári

Hinn nýi Fabia frá Skoda mun líta út í námunda …
Hinn nýi Fabia frá Skoda mun líta út í námunda við þetta.

Skoda er með nýja kynslóð af Fabia í burðarliðunum og reyndar gott betur því sá nýi er væntanlegur á götuna á seinni hluta næsta árs, 2014. Hann mun falla í stærð á milli Citigo og Rapid.

Þróunarstjóri Skoda, Frank Welsch, segir að verið sé að þróa nýjan Fabia samhliða Rapid og Octavia. Því muni hann stækka fremur lítið. „Hönnunin verður samt gjörbreytt með ákjósanlegustu hlutföllum. Því verður hann ögn breiðari og lægri en forverinn. Hann verður meira aðlaðandi en verður áfram smábíll,“ segir Welsch.

Bíllinn verður búinn nýjustu vélum frá Volkswagen en hann verður ekki byggður upp af smækkaðri útgáfu af MQB-undirvagninum, eins og áður hafði verið talið. Fabia hinn nýi verður smíðaður bæði sem stallbakur og langbakur en ekki verður framleidd kröftug sportútgáfa, vRS.

mbl.is