Chevrolet í vindgöngum 1936

Rennilegur er hann!
Rennilegur er hann!

Í dag þykir okkur fátt eðlilegra en að bílar séu hannaðir í vindgöngum, hvort sem þau eru raunveruleg eða hluti af tölvulíkani. Með því má minnka loftmótstöðu, sem minnkar eyðslu og gerir bílum kleift að komast hraðar á sama vélarafli.

Árið 1936 hljómaði þetta samt eins og hver önnur kínverska. Straumlínulögun var eitthvað sem almenningur áttaði sig illa á, svo bílaframleiðandinn Chevrolet fékk Jam Handy (sem gerði kynningarmyndir fyrir fyrirtækið í þá daga) til að útskýra á mannamáli þær breytingar sem voru að eiga sér stað í bílahönnun.

Þrátt fyrir að það sem þá var kallað straumlínulagað væri nú kallað „eilítið rúnnað“ eiga sömu grundvallarhugtök og -fræði enn við í dag.

Hér fyrir neðan er kynningarmyndin, en við höfum áður sýnt aðra Jam Handy-mynd frá Chevrolet, sem nálgast má hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina