Umferðarslys kosta milljarða

Flest hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins eru ljósastýrð, eða nítján af tuttugu …
Flest hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins eru ljósastýrð, eða nítján af tuttugu slysamestu gatnamótunum. mbl.is/Golli

Hættulegustu gatnamót landsins eru nærri því öll í Reykjavík og með þeim hættulegustu eru gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, Miklubrautar og Háaleitisbrautar og Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.

Á árunum 2007-2011 urðu ellefu banaslys á höfuðborgarsvæðinu, 351 alvarlegt slys og 1.839 slys þar sem einhver meiðsl urðu á fólki en minniháttar. Þá urðu 17.585 eignatjónstilfelli á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappa, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að hafa verði í huga að um fjölförnustu gatnamót landsins sé að ræða og undanfarin ár hafi gengið vel að fækka slysum. „Við erum með sérstaka slysavöktun sem hluta af umferðaröryggisáætlun og þegar slys verða tökum við þau út og reynum að átta okkur á því hvers vegna slysið varð og hvernig má bregaðst við því og koma í veg fyrir sambærileg slys,“ segir Dagur og bendir á að mestu máli skipti að draga úr umferðarhraða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina