Lincoln skar sig úr á 9. áratugnum

Lincoln Town Car, árgerð 1984.
Lincoln Town Car, árgerð 1984. wikipedia.org

Allt frá ár­inu 1926 hef­ur tíðkast að selja sama bíl­inn und­ir merkj­um fleiri en eins fram­leiðanda. Slíkt er gjarn­an kallað badge eng­ineer­ing á ensku, sem þýða má sem merk­inga­verk­fræði. Er þá vísað til þess að lítið annað sé gert við bíla en að skipta um merki á þeim, þó svo að stund­um séu vatns­kassa­grill, ljós og þess­hátt­ar líka mis­mun­andi á milli teg­unda.

Á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar var svo komið að Ca­dillac, Buick og Olds­mobile voru svo gott sem sami graut­ur­inn í sitt­hvorri skál­inni. Bíla­fram­leiðand­inn Lincoln sá sér leik á borði og gerði meðfylgj­andi aug­lýs­ingu, sem mær­ir sér­stöðu Lincoln í ann­ars ein­lit­um bíla­heimi.

Í dag er staðan hins veg­ar sú að Lincoln er steypt­ur í sama mót og Ford, en gamla aug­lýs­ing­in er engu að síður góð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina