Allt frá árinu 1926 hefur tíðkast að selja sama bílinn undir merkjum fleiri en eins framleiðanda. Slíkt er gjarnan kallað badge engineering á ensku, sem þýða má sem merkingaverkfræði. Er þá vísað til þess að lítið annað sé gert við bíla en að skipta um merki á þeim, þó svo að stundum séu vatnskassagrill, ljós og þessháttar líka mismunandi á milli tegunda.
Á níunda áratug síðustu aldar var svo komið að Cadillac, Buick og Oldsmobile voru svo gott sem sami grauturinn í sitthvorri skálinni. Bílaframleiðandinn Lincoln sá sér leik á borði og gerði meðfylgjandi auglýsingu, sem mærir sérstöðu Lincoln í annars einlitum bílaheimi.
Í dag er staðan hins vegar sú að Lincoln er steyptur í sama mót og Ford, en gamla auglýsingin er engu að síður góð.