Escalade verður alvöru lúxuskerra

Cadillac Escalade er einkum gagnrýndur fyrir tvennt. Annars vegar fyrir að flest eintök eru í eigu rappara og hins vegar fyrir efnisval og smíðagæði að innan, sem gefur bílnum ódýrt yfirbragð.

En það eru til ráð við öllu. Breska breytingafyrirtækið Carisma Auto Design fékk það verkefni að breyta Escalade í alvöru lúxuskerru. Viðskiptavinurinn er fá mið-austurlöndum og hafði þegar látið brynverja bílinn.

Eins og myndirnar bera með sér hefur bíllinn tekið hamskiptum að innan. Bókstaflega. Carisma segir að þetta sé stærsta verkefni fyrirtækisins til þessa, enda telur það 75 metra af leðri, einn kílómetra af rafmagnsvír, 600 rafmagnstengingar og 700 klukkustundir í vinnu.

Innréttingin er klædd ljósu Connolly leðri og alvöru við. Aftari sætin eru rafdrifin og hægt að halla bökum þeirra, og í bílnum er kæliskápur, sjónvarp og tölva.

Escalade ekki fyrir þinn smekk, geturðu skoðað þennan Volkswagen Transporter, sem Carisma tók í gegn fyrr á þessu ári.

Þess má geta að Carisma gefur sannarlega ekki vinnu sína, og kúnnahópurinn samanstendur af ríkisstjórnum og hátt settu fólki sem veit varla aura sinna tal. Með öðrum orðum: Mjög fáir rapparar.

Frétt af Carscoop.

mbl.is

Bloggað um fréttina