Það má sífellt rífast um það hverjir eru verstu bílar allra tíma og listarnir yfir slíka bíla eru óteljandi. En sumir bílar koma einfaldlega oftar fyrir á slíkum listum og þessir eru þar fastagestir, ýmist fyrir að vera ljótir, lélegir eða hvorttveggja.
Þessi skelfing átti að vera svar Ford við olíukreppunni enda ólíkt minni og léttari – og ljótari – en kraftkaggarnir sem þá ríktu. Pinto skorti hins vegar skikkanlega vörn fyrir afturliggjandi bensíntankinn og ávann sér fljótt orðspor sem eldfim dauðagildra sem kostaði Ford hrikalegar fjárhæðir í skaðabótum.
Haft var á orði að ytra byrðið væri það besta við þennan ferlega bíl, og því blasir við að vélin, innréttingar og annað við Aztekinn var ekki beint gæfulegt. Hann var þó áhrifaríkur á sinn hátt því hann reyndist banabiti hins 84 ára gamla bílaframleiðanda, Pontiac.
Serbnesk útgáfa af Fiat 127 þótti grunsamlega ódýr og fyrr en varði kom útskýringin í ljós; bíllinn setti ný viðmið í fráleitum gæðum hvað alla mögulega þætti bílsins áhrærði.
GM lýsti því borginmannlega yfir að hér væri kominn bandarískur keppinautur BMW og Benz. Í reynd var Cimarron ekki annað en Chevrolet Cavalier með nýjum framenda. Óskapnaður sem gekk næstum af Cadillac dauðum.
Þessi bíll setti víða met í vondum umsögnum sérfræðinga því aksturseiginleikarnir þóttu jafn afleitir og innréttingin var fráleit. Bíllinn er að miklu leyti úr plasti og átti það til að fara á límingunum – bókstaflega.
jonagnar@mbl.is