Reglur hamla innflutningi

Ford 250-pallbíll er meðal þeirra bíla sem ekki eru lengur …
Ford 250-pallbíll er meðal þeirra bíla sem ekki eru lengur fluttir inn frá Bandaríkjunum. Engir pallbílar eru innfluttir frá Bandaríkjunum. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna reglugerðar sem nýlega var innleidd frá Evrópusambandinu hefur verið þrengt verulega að innflutningi bíla frá Bandaríkjunum til Íslands. Reglugerðin snýr að öryggis- og umhverfisstöðlum sem eru annars konar á Evrópumarkaði en í Bandaríkjunum.

Reglurnar voru samþykktar innan ESB árið 2007. Að sögn Þórhildar Elínar Elínardóttur, upplýsingafulltrúa hjá Samgöngustofu, voru reglurnar hins vegar ekki innleiddar hér á landi fyrr en í apríl á þessu ári.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórhildur að margir bandarískir bílar séu framleiddir með Evrópumarkað í huga og því hafi reglugerðin ekki áhrif á alla bandaríska bíla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina