Iðgjöld kvenna gætu hækkað

Ekki má mismuna fólki eftir kyni í iðgjöldum af bíltryggingu.
Ekki má mismuna fólki eftir kyni í iðgjöldum af bíltryggingu. mbl.is/Þorkell

Lagt er til í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að frá og með næstu áramótum verði vátryggingafélögum óheimilt að nota kyn viðskiptavinar sem stuðul við útreikninga í tengslum við ákvörðun iðgjalds eða við ákvörðun bótafjárhæðar vegna vátryggingarsamninga eða annarrar skyldrar fjármálaþjónustu.

Þá megi kostnaður tengdur meðgöngu og fæðingu ekki leiða til mismunandi iðgjalda og bóta fyrir einstaklinga. Er ætlað að frumvarpið í heild sinni muni leiða til jafnari stöðu kynjanna á tilteknum sviðum auk þess sem það auki réttarvernd beggja kynja.

Með hinu nýja ákvæði er verið að innleiða í íslenskan rétt að fullu tilskipun Evrópuráðsins frá 13. desember 2004 um jafna meðferð kynjanna að því er varðar aðgang að og afhendingu á vöru og þjónustu. Tilskipunin hefur þegar innleidd að miklu leyti í íslenska löggjöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: