Ný gyðja í uppsiglingu?

DS 911 er bræddur saman úr framenda Porsche og afturhluta …
DS 911 er bræddur saman úr framenda Porsche og afturhluta Citroën.

Að margra áliti er Citroën DS tákn hinnar fullkomnu bílfegurðar. Aðrir hallast fremur að hinu sígilda útliti Porsche 911 sem er óháð tíð og tíma. En bræði menn þessa tvo bíla saman er óþarft að þrátta; útkoman er Porsche DS.

Með DS-bílnum skóp Citroën gyðju á fjórum hjólum. Ekki aðeins var fegurð hennar himnesk heldur var hún blessun bíltæknilega séð. Nokkrum árum síðar mætti Porsche til leiks með 911-bílnum. Þótt þessir bílar tveir væru um flest gjörólíkir þóttu báðir hönnun í úrvalsflokki.

Framenda splæst við afturenda

Þetta annálaða ágæti bílanna var hönnuðum fyrirtækisins Brandpowder – sérfræðingum í svonefndum „sýnisamskiptum“ – innblástur að því að reyna að draga fram það besta úr báðum, með því að bræða þá saman. Það gerðu þeir sér meira til skemmtunar og tæpast verða þeir sakaðir um guðlast.

Hugmyndin gekk út á að bræða framenda 911 við afturhluta DS en til þess urðu þeir að sigrast á ýmiss konar vanda er sneri að þyngd bílanna, lögun, hreyfifræði og afli. Það síðastnefnda leystu þeir með því að velta 260 hestafla boxervélinni um 90 gráður og koma henni fyrir undir skottloki DS.

Eftir tilraunir með líkön bjuggu hönnuðirnir til þrívíddartölvuteikningar af bræðingsbílnum. Hækkuðu þeir þakið á 911 til að það flúttaði við þak DS. Þannig þræddu þeir sig áfram uns upp var staðið. Hugmyndabíllinn vissulega athyglisverður þótt hann hafi hvorki sportlegt útlit Porsche 911 né þægindi Citroën DS. En þarna er ef til vill komin áhugaverð tillaga, svona í gríni sagt, til að auka og efla samstarf grannanna; Þjóðverja og Frakka. agas@mbl.is

Hér hafa hönnuðirnir í vinnu sinni fellt útlínur og mál …
Hér hafa hönnuðirnir í vinnu sinni fellt útlínur og mál Porsche 911 inn á teikningu af Citroën DS. „Fæðingin“ gekk vel í kjölfarið.
DS 911 er bræddur saman úr framenda Porsche og afturhluta …
DS 911 er bræddur saman úr framenda Porsche og afturhluta Citroën.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina