Dýrt rafmagn og skattar fæla Dani frá rafbílum

Betur er búið að hjólamönnum í Danmörku en rafbílum.
Betur er búið að hjólamönnum í Danmörku en rafbílum. mbl.is/Ómar

Sam­kvæmt niður­stöðum skýrslu sænskra sam­taka sem kenna sig við vist­væn­an akst­ur eru Dan­ir al­veg sér á báti í Skandi­nav­íu að því leyti að þar selj­ast nán­ast eng­ir raf­bíl­ar til einka­nota miðað við hin lönd­in.

Á þessu eru nokkr­ar skýr­ing­ar, að sögn danskra fjöl­miðla, en aðallega þó skatta­leg­ar. Þótt danska ríkið leggi ekki skrán­ing­ar­gjöld á raf­bíla er raf­magnið sem þarf til að knýja þá skatt­lagt meira en í nokkru öðru ríki Evr­ópu.

Sé hlaðið með heim­il­istaug kost­ar kíló­vattið af raf­magni 2,20 dansk­ar krón­ur eða sem svar­ar um 45 krón­um ís­lensk­um. Raf­magn sem selt er ein­vörðungu til iðnaðar­starf­semi, til dæm­is til sér­stakra hleðslu­staura fyr­ir raf­bíla, ætti að vera fá­an­legt á tæp­lega helm­ingi lægra verði, en þarf­ir rekstr­araðila hafa komið að miklu leyti í veg fyr­ir að það hafi orðið að veru­leika.

Þessu til viðbót­ar er greidd­ur full­ur sölu­skatt­ur af raf­bíl­um en til sam­an­b­urðar er ekki tek­in ein ein­asta króna í skatt á raf­bíl­um í Nor­egi. Vegna þess hversu þeir eru og dýr­ir í inn­kaup­um eiga raf­bíl­ar erfitt með að keppa við ann­ars kon­ar bíla í Dan­mörku. Sér­stak­lega eru smá­bíl­ar, míkróbíl­ar, erfiðir raf­bíl­un­um því út á þá fást skatta­afslætt­ir vegna spar­neytni.

Þá hef­ur mik­il áhersla verið lögð á að greiða götu hjólandi fólks í dönsku þétt­býli en hlut­fall fólks sem eng­an fjöl­skyldu­bíl­inn á í stærri dönsk­um bæj­um og borg­um er miklu hærra en í sam­bæri­leg­um bæj­um í Nor­egi og Svíþjóð. Hjól­hest­ur­inn eða lest­ar þjóna sam­gönguþörf­um hás hlut­falls þétt­býlis­íbúa í Dan­mörku. Þá eru bíl­skúr­ar ekki á hverju strái og Dan­ir leggja því bíl­um sín­um á göt­um úti og geta því ekki reitt sig á raf­hleðslu.

Loks hafa yf­ir­völd í Kaup­manna­höfn rýrt kjör raf­bíla­eig­enda með því að fella niður ókeyp­is bíla­stæði. Því er lít­ill ávinn­ing­ur fyr­ir nú­ver­andi eig­end­ur raf­bíla að halda öllu leng­ur í þá. Það hef­ur reynst þraut­in þyngri að losna við raf­bíla í Dan­mörku en flest­ir hafa þeir ratað til Nor­egs og selst þangað fyr­ir lít­inn pen­ing.

Niðurstaða höf­unda skýrsl­unn­ar fram­an­greindu er að fyrst og fremst skorti póli­tísk­an vilja til að auka veg raf­bíla í Dan­mörku. Og þann vilja skorti þrátt fyr­ir að Kaup­manna­höfn hafi verið út­nefnd vist­væn höfuðborg Evr­ópu fyr­ir árið 2014.

Alls munu um 1.500 raf­bíl­ar vera á dönsku öku­tækja­skránni. Þriðjung­ur þeirra, eða 541 ein­tak, er af míkróbíla­fjöl­skyld­unni Citroën C-Zero, Mitsu­bis­hi i-MiEV og Peu­geot iOn. Enn­rem­ur 265 ein­tök af Renault Flu­ence EV, 221 af Renault Kangoo, 85 Nis­s­an Leaf og 48 Tesla Model S, svo þeir helstu séu nefnd­ir.

agas@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »