Chevrolet eflist á Íslandi

Chevrolet Spark er mest seldi smábíllinn hér á landi.
Chevrolet Spark er mest seldi smábíllinn hér á landi.

Fréttir af lélegri bílasölu á Íslandi það sem af er árinu hafa verið áberandi undanfarið. Sú er þó ekki raunin í öllum vörumerkjum, því finna má dæmi um hreina aukningu jafnt í magni sem markaðshlutdeild.

Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna hefur Chevrolet styrkt stöðu sína umtalsvert á árinu. Nú sé svo komið að það sem af er ári er Chevrolet í þriðja sæti, á eftir Toyota og Volkswagen, hvað varðar sölu bíla til almennings.

Þar af  tróni Chevrolet Spark á toppi listans yfir mest seldu smábílana og hafi verið  uppseldur í október. Tæplega annar hver smábíll sem seldur væri hér á landi væri  Chevrolet Spark.

„Það er alls ekki sjálfgefið að fólk fjárfesti í nýjum bílum þegar hart er í ári, þess vegna er útkoman hjá okkur sérlega ánægjuleg,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri bílasviðs hjá Bílabúð Benna. „Nú styttist í að við afhendum Chevrolet númer 600 á þessu ári og er það mesta magn sem selst hefur af Chevrolet á einu ári hér á landi.”


mbl.is

Bloggað um fréttina