Tesla sætir rannsókn sökum elda

Lítið var eftir af þessum Tesla Model S eftir rafgeymisbrunann.
Lítið var eftir af þessum Tesla Model S eftir rafgeymisbrunann.

Elon Musk, forstjóri Tesla Motors, kveðst bjartsýnn á að Model S rafbíllinn sé öruggur og standist sem slíkur formlega rannsókn bandarískra samgönguyfirvalda vegna ítrekaðra elda í rafgeymi.

Eldarnir virðast eiga það sameiginlegt að kvikna eftir að málstykki á vegum spýttust upp í gegn bílbotninn á ferð. Eftir þriðja slíka eldinn á nokkrum vikum ákvað öryggisstofnun samgöngumála (NHTSA) að skerast í leikinn og rannsaka bílana með tilliti til umferðaröryggis.

Musk telur að hér sé um einskær tilvik að ræða og kvest ekki búast við innköllunum á bílnum til að bæta hann.

Enginn slasaðist í eldunum þremur og heldur mun enginn hafa slasast í árekstrum á Model S bílnum. Af þeim sökum heldur Musk því fram, að það vegi engan veginn að öryggi bílstjóra og farþega að ferðast um á rafbílnum.

Musk segir að tíminn frá því eldarnir kviknuðu í Model S bílunum hafi verið harðneskjulegir. Óhöppin hefðu hlotið óeðlilega mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Eðlilegt væri að ný tækni eins og rafbílar væru meira undir smásjánni, „en ekki af þeirri brjálsemi sem á okkur skellur.“

Hlutabréf í Tesla hafa lækkað um 37% frá fyrsta eldinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina