90% velja rafbíl í stað bensín- eða dísilbíls

Bílar úr síðasta skipi Eimskips fyrir viðskiptavini islandus.is
Bílar úr síðasta skipi Eimskips fyrir viðskiptavini islandus.is

Island­us.is, sem flutt hef­ur inn bíla frá Banda­ríkj­un­um, seg­ir að stökk­breyt­ing hafi orðið í vali viðskipta­vina sinna á minni og meðal­stór­um fjöl­skyldu­bíl­um. Sé svo komið, að nú velji 90% viðskipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins raf­bíl í stað bens­ín- eða dísil­bíls.

Í til­kynn­ingu frá island­us.is seg­ir, að í síðustu ferð Eim­skips frá Banda­ríkj­un­um hafi nán­ast all­ir bíl­arn­ir í skip­inu verið raf­bíl­ar fyr­ir viðskipta­vini island­us.is.

Island­us.is hef­ur í ára­tug selt all­ar gerðir bíla frá helstu fram­leiðend­um. Vin­sæl­asti raf­bíll­inn hjá fyr­ir­tæk­inu er Nis­s­an Leaf sem fæst hjá island­us.is frá krón­um  2.995.000.



mbl.is

Bílar »