Banni við innflutningi bíla aflétt á Kúbu

Dæmigerð bílamynd frá Kúbu, tekin í haust, en þar sjást …
Dæmigerð bílamynd frá Kúbu, tekin í haust, en þar sjást ekki nema eldgamlir bílar á götum. mbl.is/afp

Stjórnvöld á Kúbu sneru við blaðinu í dag og ákváðu að leyfa óheftan innflutning á bílum, eftir hálfrar aldar bann. Vegna bannsins er Kúba fyrir margt löngu orðið fornbílavígi.

Málgagn ríkisstjórnarinnar í Havana, Granma, segir að ráðherraráðið hafi aflétt banni við bílainnflutningi á fundi sínum í gær. Verður innflutningur frjáls og heimilt að selja bíla á markaðsvirði.

Banninu verður í raun aflétt í áföngum eftir tegundum farartækja - fólksbíla, sendibíla, förubíla og mótorhjóla. Um leið verða upprætt þau forréttindi að veita útvöldum Kúbumönnum undanþágu til að flytja inn bíl.

Granma segir að það forréttindakerfi hafi  valdið „þykkju, óánægju og á stundum orðrómi um auðgun“. Þeir sem hafi úthlutunarbréf undir höndum muni þó fyrstir fá að kaupa bíla meðan nýja kerfið er að ganga í gildi.

Talið er að þessi ákvörðun að opna fyrir bílainnflutning verði rothögg fyrir núverandi bílasafn á götum landsins; Chevroletana, Fordana og Pontiacana sem lifað hafa af 50 ára bann við bílainnflutningi frá Bandaríkjunum, sem er í aðeins rúmlega 100 km fjarlægð frá Kúbu. 

Chevrolet af árgerðinni 1930 á ferð í Havana en þar …
Chevrolet af árgerðinni 1930 á ferð í Havana en þar sjást helst ekki yngri bílar en 50 ára á götum. mbl.is/afp
Dæmigerð bílamynd frá Kúbu, tekin í haust, en þar sjást …
Dæmigerð bílamynd frá Kúbu, tekin í haust, en þar sjást ekki nema eldgamlir bílar á götum. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina