Rúntað um bæinn á Volvo á gamlársdag

Hver veit nema áramótarúntur Volvoklúbbsins á Íslandi eigi eftir að verða hluti af því að kveðja gamla árið þegar fram líða stundir.

Í það minnsta ættu Volvoeigendur og -unnendur ekki að láta sig vanta þegar fyrsti rúnturinn verður farinn á morgun.

Raunar hefur það tíðkast hjá Volvomönnum að hittast á gamlársdag og bera saman bíla en þar sem stofnaður hefur verið sérstakur Volvoklúbbur (www.volvoklubbur.is) þótti full ástæða til að boða til almennilegs rúnts. Lagt verður af stað á morgun, gamlársdag, frá neðra bílastæðinu við Perluna klukkan 14 og ekið um bæinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: