Fiat kaupir Chrysler

Fiat
Fiat

Ítalski bílaframleiðandinn Fiat tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði keypt 41,1% hlut í bílaframleiðendum Chrysler og á Fiat því nú orðið Chrysler að fullu.

Fiat greiddi 1,75 milljarða dollara fyrir bréfin, en þau voru í eigueftirlaunasjóðs United Auto Workers í Bandaríkjunum. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, sagði samninginn fara í sögubækur.

mbl.is

Bloggað um fréttina