Rafformúlubíllinn vekur athygli í Las Vegas

Lucas di Grassi sýnir ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E í …
Lucas di Grassi sýnir ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E í Las Vegas í Nevada. mbl.is/afp

Fyrsti keppn­is­bíll raf­bíla­formúl­unn­ar sem smíðaður hef­ur verið fyr­ir heims­meist­ara­móts­röð er hefst síðar í ár var sýnd­ur við mik­inn fögnuð í spila­borg­inni Las Vegas.

Reynslu­ökumaður­inn Lucas di Grassi tók Spark-Renault SRT-01E bíl­inn til kost­anna en hann get­ur náð vel á þriðja hundrað km/​klst hraða.  

Keppn­in í raf­bíla­formúl­unni hefst í Pek­ing í sept­em­ber og 10 móta röð lýk­ur árið eft­ir í Evr­ópu. Keppn­isliðin verða 10 og tveir öku­menn hjá hverju þeirra sem aka alls fjór­um bíl­um í hverju móti.

„Raf­bíla­formúl­an varðar framtíð fólks­bíls­ins; hún mun breyta viðhorfi fólks til raf­bíls­ins,“ sagði einn af aðstand­end­um formúl­unn­ar við blaðamenn á sýn­ingu raf­bíls­ins í Las Vegas á mánu­dag.

Lucas di Grassi hef­ur verið þró­unar­ökumaður bíls­ins en hann keppti á sín­um tíma í formúlu-1. Hann seg­ir til­finn­ing­una að aka raf­bíln­um ólíka öllu öðru. „Maður verður að vera ná­kvæm­ari í öll­um aðgerðum og hann er skil­virk­ari en aðrir bíl­ar,“ sagði hann eft­ir sýn­ing­arakst­ur­inn.

Raf­bíll­inn er hafður til sýn­is á ein­hverri stærstu raf­tækja­sýn­ingu heims sem hófst í Las Vegas í byrj­un vik­unn­ar.

Spark-Renault SRT 01E gerður klár fyrir akstur í Las Vegas …
Spark-Renault SRT 01E gerður klár fyr­ir akst­ur í Las Vegas í gær. mbl.is/​afp
Lucas di Grassi sýnir ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E á …
Lucas di Grassi sýn­ir ágæti raf­bíls­ins Spark-Renault SRT 01E á blaðamanna­fundi í Las Vegas í Nevada. mbl.is/​afp
Lucas di Grassi sýnir blaðamönnum ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E …
Lucas di Grassi sýn­ir blaðamönn­um ágæti raf­bíls­ins Spark-Renault SRT 01E í Las Vegas í Nevada. mbl.is/​afp
mbl.is

Bílar »