Rafformúlubíllinn vekur athygli í Las Vegas

Lucas di Grassi sýnir ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E í …
Lucas di Grassi sýnir ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E í Las Vegas í Nevada. mbl.is/afp

Fyrsti keppnisbíll rafbílaformúlunnar sem smíðaður hefur verið fyrir heimsmeistaramótsröð er hefst síðar í ár var sýndur við mikinn fögnuð í spilaborginni Las Vegas.

Reynsluökumaðurinn Lucas di Grassi tók Spark-Renault SRT-01E bílinn til kostanna en hann getur náð vel á þriðja hundrað km/klst hraða.  

Keppnin í rafbílaformúlunni hefst í Peking í september og 10 móta röð lýkur árið eftir í Evrópu. Keppnisliðin verða 10 og tveir ökumenn hjá hverju þeirra sem aka alls fjórum bílum í hverju móti.

„Rafbílaformúlan varðar framtíð fólksbílsins; hún mun breyta viðhorfi fólks til rafbílsins,“ sagði einn af aðstandendum formúlunnar við blaðamenn á sýningu rafbílsins í Las Vegas á mánudag.

Lucas di Grassi hefur verið þróunarökumaður bílsins en hann keppti á sínum tíma í formúlu-1. Hann segir tilfinninguna að aka rafbílnum ólíka öllu öðru. „Maður verður að vera nákvæmari í öllum aðgerðum og hann er skilvirkari en aðrir bílar,“ sagði hann eftir sýningaraksturinn.

Rafbíllinn er hafður til sýnis á einhverri stærstu raftækjasýningu heims sem hófst í Las Vegas í byrjun vikunnar.

Spark-Renault SRT 01E gerður klár fyrir akstur í Las Vegas …
Spark-Renault SRT 01E gerður klár fyrir akstur í Las Vegas í gær. mbl.is/afp
Lucas di Grassi sýnir ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E á …
Lucas di Grassi sýnir ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E á blaðamannafundi í Las Vegas í Nevada. mbl.is/afp
Lucas di Grassi sýnir blaðamönnum ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E …
Lucas di Grassi sýnir blaðamönnum ágæti rafbílsins Spark-Renault SRT 01E í Las Vegas í Nevada. mbl.is/afp
mbl.is