Sýna nýjan Land Cruiser

Nýir Land Crusier 150 gerðir klárir fyrir syningu
Nýir Land Crusier 150 gerðir klárir fyrir syningu Ljósmynd/Toyota

Fyrsta bíla­sýn­ing Toyota á nýju ári verður næst­kom­andi laug­ar­dag, 11. janú­ar, frá kl. 12 – 16. Þetta verður sann­kölluð stór­sýn­ing og stjarna sýn­ing­ar­inn­ar verður nýr Land Cruiser 150, kon­ung­ur þjóðveg­anna sem kem­ur nú með glæsi­leg­um út­lits­breyt­ing­um og ýms­um öðrum nýj­ung­um.

Avens­is Terra verður einnig kynnt­ur á sér­stöku til­boðsverði á sýn­ing­unni og í tak­markaðan tíma að sýn­ingu lok­inni.

Þá mun Toyota kynna ný Gæðalán Toyota í sam­starfi við Ergo þar sem boðin eru vaxta­laus lán fyr­ir 40% af verði bíls­ins til allt að þriggja ára.

Stór­sýn­ing Toyota verður á laug­ar­dag hjá öll­um viður­kennd­um söluaðilum Toyota sem eru í Reykja­nes­bæ, Kaup­túni í Garðabæ, á Sel­fossi og á Ak­ur­eyri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »