Chevrolet Spark skástur í IIHS-prófi

Chevrolet Spark eftir árekstrarpróf.
Chevrolet Spark eftir árekstrarpróf.

IIHS, umferðaröryggisstofnun bandarískra tryggingafélaga, tók nýlega 11 smábíla í árekstraprófað. Sá eini sem hlaut „viðunandi“ einkunn var Chevrolet Spark.

Eins og áður hefur komið fram tók IIHS upp nýtt próf árið 2012, eða árekstur á framenda með lítilli skörun. Það próf hefur reynst mörgum bílaframleiðendum erfitt, og á það sama við að þessu sinni.

Einkunnirnar sem hér um ræðir eru úr þess háttar prófi. Hægt er að skoða niðurstöður úr öðrum prófum með því að smella hér.

Af hinum bílunum fengu fjórir bílar einkunnina „á mörkunum“. Það voru Mazda2, Kia Rio, Toyota Yaris og Ford Fiesta (2014).

Einkunnina „lélegt“ fengu Mitsubishi Mirage (2014), Nissan Versa, Toyota Prius C, Hyundai Accent, Fiat 500 og Honda Fit.

Stigaspjaldið í heild má sjá á litlu myndinni.

Stigaspjald úr árekstrarprófi: Árekstur á framenda með lítilli skörun.
Stigaspjald úr árekstrarprófi: Árekstur á framenda með lítilli skörun.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka