DeLorean úr framtíðinni?

Einhver eftirminnilegasti bíll seinni hluta síðustu aldar var DeLorean DMC-12. Og ekki bara af því að hann var notaður sem tímavél í Aftur til framtíðar (öllum sautján myndunum, eða hvað þær nú voru margar).

DeLorean var svo ólíkur öllu öðru sem var á markaðnum að flestir sem komnir eru yfir þrítugt muna eftir honum, þó svo að þeir viti kannski ekki hvað hann heitir.

Þrátt fyrir það stóð framleiðslan stutt yfir, frá 1981 til 1983. Reyndar er fyrirtæki í Texas sem sérhæfir sig í að endursmíða gamla DeLorean, en það er varla það sama.

Nú horfir hins vegar til betri vegar, því hönnuðurinn Alex Graszk hefur hannað nútíma-(eða líklega framtíðar)-útgáfu af DeLorean. Bíllinn er svosem ekki sláandi líkur eldri týpunni, miklu frekar ný túlkun á sömu hugmyndum.

Því miður er ekkert sem bendir til að nýi bíllinn rati í framleiðslu, eftir því sem við komumst næst er Graszk ekki einu sinni á mála hjá bílaframleiðanda. En hann er allavega búinn að vekja athygli á sér, svo hver veit?

 

mbl.is

Bloggað um fréttina