Bullitt-bíllinn upp á nýtt

Ford Mustang GT 390 Fastback V8 er með allra þekktustu …
Ford Mustang GT 390 Fastback V8 er með allra þekktustu sportbílum kvikmyndasögunnar enda gerður ódauðlegur af Steve McQueen í spennumyndinni Bullitt árið 1968 þar sem hann geystist um götur San Francisco.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að bílaeltingarleikurinn í spennumyndinni Bullitt frá 1968 er líklega réttnefndur sá glæsilegasti í gervallri kvikmyndasögunni.

Rúmlega 45 árum eftir að gestir kvikmyndahúsa sáu fyrst Steve McQueen, á dökkgrænum Mustang, eltast við svartan Dodge Charger um hæðóttar götur San Francisco-borgar grípa áhorfendur enn andann á lofti yfir kappakstrinum sem fyrir augu ber.

Myndin hefur líka oft verið nefnd „besta bílaauglýsing sögunnar“ og það má til sanns vegar færa; salan á týpunni Ford Mustang GT 390 Fastback V8 rauk upp í áður óþekktar hæðir í kjölfar frumsýningar Bullitt og eins og gefur að skilja báðu langflestir um litinn „Highland Green“.

Glænýr eftir gamalli uppskrift

Bíllinn á meðfylgjandi myndum er ekki hinn upprunalegi en lítur að flestu leyti nákvæmlega eins út. Um er að ræða endurgerð, smíðaða úr nýsmíðuðum íhlutum, þar á meðal boddíi, og því lítið um „orginal“ hluti.

Bíllinn var smíðaður fyrir Chad McQueen, son Steve, og hefði verið karli föður hans til sóma ekki síður en upprunlegi bíllinn. Undir húddinu er 450 hestafla Ford Racing Boss 347 vél og gírkassinn er 5 gíra beinskiptur. Þá er í bílnum talsvert betra hljómkerfi, frá Boston Acoustics, en var í upprunalegu gerðinni, og smiðirnir stálust til að setja hann á "16 felgur í stað "15. Hljóðkútar og púströr eru frá JBA og voru stillt til að láta bílinn hljóma sem líkast '68-gerðinni. Bíllinn var nýverið seldur á uppboði og fengust litlir 88.000 dollarar fyrir hann, eða sem nemur 10,2 milljónum íslenskra króna.

jonagnar@mbl.is

Línur 1968 módelsins af Mustang Fastback eru einkar vel heppnaðar. …
Línur 1968 módelsins af Mustang Fastback eru einkar vel heppnaðar. Amerískri „muscle cars“ sportbílar urðu trauðla flottari og eftirminnilegri enda voru það þesslags bílar sem skópu Detroit forna frægð sem bílaborg.
Innviðir bílsins eru hafðir sem líkastir upprunalegu gerðinni.
Innviðir bílsins eru hafðir sem líkastir upprunalegu gerðinni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina