Rússar gera margt fleira sér til dundurs en að níðast á minnihlutahópum. Til dæmis er mjög undarleg, en áhugaverð, bílamenning í Rússlandi.
Hver sem rekst á þarlent bílamyndband á netinu má annað hvort búast við farartæki sem hefur verið klastrað saman úr fjórum öðrum, eða tilefnislausum (en oft á tíðum glæsilegum) árekstrum.
Þetta myndband tilheyrir seinni flokknum.
Í því má sjá fjórhjóladrifinn Audi S5, sem er einhvers staðar á milli 300 og 400 hestöfl, eftir útfærslum, taka forskot á vetrarólympíuleikana.
Bíllinn ferðast á fleygiferð eftir umferðargötu, í upphafi í drifti en vegna mikillar hálku og of mikils hraða missir bílstjórinn stjórn á honum og endar á því að rústa bílnum. Og strætóskýli.
Við skulum öll læra af þessu og þakka fyrir að við áttum ekki þennan S5, því þá hefði verið mjög sárt að sjá þetta gerast.