Meðalaldur bifreiða á Íslandi ofmetinn

Fjöldi bifreiða á skrá ekki það sama og fjöldi bíla …
Fjöldi bifreiða á skrá ekki það sama og fjöldi bíla í umferð. mbl.is/Golli

Meðalaldur bifreiða hér á landi er ofmetinn um ríflega eitt ár samkvæmt athugun Árna Davíðssonar, formanns Landssamtaka hjólreiðamanna.

„Ég var að skoða tölur yfir innflutning á reiðhjólum og við þá leit fann ég m.a. skýrslu frá Samtökum evrópskra bílaframleiðenda (ACEA),“ segir Árni. Í skýrslu ACEA má finna tölfræði yfir fjölda bifreiða og meðalaldur bílaflotans í nokkrum ríkjum Evrópu.

Árni bendir á að hér á landi hefur opinber tölfræði um bílaeign miðast við fjölda bifreiða á skrá en í Evrópusambandinu, sem og víða annars staðar, eru tölur miðaðar við fjölda bifreiða í umferð. Segir Árni allnokkurn mun vera á hugtökunum tveimur. Bíll á skrá vísar til bifreiðar sem hefur verið skráð í ökutækjaskrá í umsjá Samgöngustofu og hefur ekki verið afskráð. Bíll í umferð vísar hins vegar til bifreiðar sem er á ökutækjaskrá, á númerum og má því vera í umferð. Í lok október 2013 voru alls 213.479 fólksbílar á skrá hér á landi en af þeim voru um 177.276 í umferð. Hlutfall fólksbifreiða sem ekki var í umferð var því 17 prósent.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina