Orðrómur um að orðrómurinn sé sannur

Svona gæti nýr Mazda RX-7 litið út.
Svona gæti nýr Mazda RX-7 litið út.

Eft­ir að fram­leiðslu Mazda RX-8 var hætt fór á flug orðróm­ur um að til stæði að end­ur­vekja for­vera hans, RX-7. Ekk­ert fékkst þó upp­gefið hjá Mazda um slík áform.

Nú eru sög­urn­ar komn­ar aft­ur á kreik og herma að til standi að nýr RX-7 verði meðal fimm nýrra bíla sem Mazda ætl­ar að kynna fyr­ir lok fjár­hags­árs­ins 2016.

Enn­frem­ur seg­ir, sam­kvæmt frétt Car­buzz.com, að verk­fræðing­ar Mazda vilji ólm­ir ráðast í slíka fram­leiðslu, en að pen­inga­púk­arn­ir þar á bæ séu ekki eins hrifn­ir af hug­mynd­inni.

Ef orðróm­ur­inn reyn­ist sann­ur, og bíll­inn verður fram­leidd­ur, er gert ráð fyr­ir að hann muni kosta um 3,4 millj­ón­ir króna í út­land­inu, og vænt­an­lega um helm­ingi meira fyr­ir litl­ar eyþjóðir í Atlants­hafi.

Ekki virðist standa til að prjóna forþjöppu í bíl­inn, sem að sjálf­sögðu verður bú­inn Wan­kel-hjámiðju­mótor. Fyrr­greind­ar sög­ur herma að mótor­inn verði tveggja, eða jafn­vel þriggja, snúða og að aflið verði ná­lægt 250 hest­öfl­um. 

Í bíl sem veg­ur um 1.200 kg ætti það að duga flest­um.

Mazda RX-7. Framleiðslu var hætt 2002, morgum til mikillar óánægju.
Mazda RX-7. Fram­leiðslu var hætt 2002, morg­um til mik­ill­ar óánægju.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »