Rafbíllinn VWs e-Golf á götuna í Þýskalandi

Volkswagen e-Golf við hleðslustöð.
Volkswagen e-Golf við hleðslustöð. mbl.is/Volkswagen

Þá er að því komið, sölu­hæsti bíll Evr­ópu, Volkswagen Golf, er kom­inn á göt­una í rafút­gáfu. Seg­ir VW að hann dragi 190 kíló­metra á fullri raf­hleðslu. Upp­gef­inn há­marks­hraði er 140 km/​klst.

VW e-Golf var frum­sýnd­ur á bíla­sýn­ing­unni í Frankfurt í fyrra­haust og er kom­inn fjölda­fram­leidd­ur á göt­una í Þýskalandi og kost­ar þar frá 34.900 evr­um eða sem svar­ar  tæp­lega 5,5 millj­ón­um króna.

E-Golf bæt­ist í raf­bíla­flota VW sem e-up! og eco-up! til­heyra nú þegar. Hann er nær al­veg eins inn­an­dyra sem utan og Golf knú­inn bens­ín­vél. 

Eins og áður seg­ir er dragið allt að 190 km á full­um raf­geym­um en það fer þó eft­ir akst­urs­ham og ökustíl bíl­stjóra. Kostnaður við að keyra 100 kíló­metra er sagður 3,28 evr­ur, eða um 500 krón­ur.

Raf­golf­inn er knú­inn 85 kíló­vatta raf­mótor sem skil­ar 114 hest­öfl­um og ork­una fær hann frá 24,2 kíló­vatt­stunda li­tíumjóna raf­geymi. Upp­takið, torkið, er sagt 270 newt­on­metr­ar sem ger­ir það að verk­um að hann kemst úr kyrr­stöðu í 100 km/​klst ferð á 10,4 sek­únd­um.

Um þrenns kon­ar akst­urs­ham er hægt að velja og fjög­ur stig end­ur­nýt­ing­ar heml­un­ar­ork­unn­ar. Þannig get­ur ökumaður stillt getu bíls­ins og skil­virkni eft­ir þörf­um. VW e-Golf er fram­drif­inn.

Rafbíllinn Volkswagen e-Golf er kominn á götuna í Þýskalandi.
Raf­bíll­inn Volkswagen e-Golf er kom­inn á göt­una í Þýskalandi. mbl.is/​Volkswagen
Í e-Golf er að finna 85 kW, eða 114 hestafla, …
Í e-Golf er að finna 85 kW, eða 114 hestafla, raf­mótor sem fær afl frá 24,2 kWh li­tíumjóna raf­geymi.
Innandyra lítur allt út eins og í venjulegum bensínvélar Golf.
Inn­an­dyra lít­ur allt út eins og í venju­leg­um bens­ín­vél­ar Golf.
Þrenns konar akstursham er hægt að velja og fjögur stig …
Þrenns kon­ar akst­urs­ham er hægt að velja og fjög­ur stig end­ur­nýt­ing­ar heml­un­ar­orku. Þannig get­ur ökumaður stillt getu bíls­ins og skil­virkni eft­ir þörf­um. mbl.is/​Volkswagen
mbl.is

Bílar »