Jaguar XK, eitt helsta stolt breska bílsmiðsins, er við það að lúta í gras.
Framleiðslu bílsins verður hætt í sumar vegna þverrandi sölu í kjölfar tilkomu hins nýja Jaguar F-Type.
XK-bíllinn er eldsta núverandi smíðismódelið í flota Jaguar og síðasti hinna „gömlu“ jagúara. Enn sem komið er hefur Jaguar ekki birt nein áform um hvort og þá hvaða bíll tekur við af XK.