Parísarbúar búa sig undir bílabann

Vegna mik­ill­ar meng­un­ar í Par­ís, höfuðborg Frakk­lands, hafa borg­ar­yf­ir­völd ákveðið að tak­marka um­ferð veru­lega í borg­inni á morg­un. Þetta er í fyrsta sinn í tæp 20 ár sem gripið er til aðgerða í um­ferðinni til að sporna við meng­un. Ákvörðunin er hins veg­ar afar um­deild.

Í fyrsta lagi er óljóst hvort borg­ar­yf­ir­völd­um er heim­ilt að tak­marka um­ferð og í öðru lagi er óvíst hvort aðgerðirn­ar munu skila til­ætluðum ár­angri.

Frá klukk­an 05.30 í fyrra­málið mega aðeins öku­tæki sem eru með skrán­ing­ar­núm­er sem enda á odda­tölu aka um Par­ís og 22 nær­liggj­andi svæði. Að sögn yf­ir­valda kem­ur til greina að fram­lengja bannið til þriðju­dags.

Um 700 lög­reglu­menn munu manna um 60 eft­ir­lits­stöðvar til að fram­fylgja ákvörðun­inni. 

Raf­magns­bíl­ar og blend­ing­ar eru und­anþegn­ir bann­inu. Einnig öku­tæki sem eru með fleiri en þrjá farþega um borð. 

Öku­tæki sem eru með skrán­inga­núm­er sem enda á slétri tölu munu fá að leggja ókeyp­is í Par­ís. Með því vilja borg­ar­yf­ir­völd hvetja borg­ar­búa til að vera sam­ferða á einu öku­tæki til og frá vinnu, svo dæmi sé tekið. 

Tak­mörk­un­in verður end­ur­skoðuð dag­lega en gripið verður til fram­leng­ing­ar ef nauðsyn kref­ur. Bannið er því þannig að öku­menn mega aðeins nota öku­tæk­in sín ann­an hvern dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »