Eingöngu rafbílar í flota Elysee-hallar

Rafbíllinn Renault Zoe verður uppistaðan í bílaflota Frakklandsaforseta.
Rafbíllinn Renault Zoe verður uppistaðan í bílaflota Frakklandsaforseta. mbl.is/afp

Áformað er að endurnýja í bílaflota Elysee-hallar í París og hyggst Frakklandsforseti ganga á undan með góðu fordæmi og kaupa rafbíla í stað bensín- og dísilbíla. Undir flota hallarinnar falla bílar einstakra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar.

Sem stendur samanstendur forsetaflotinn nær eingöngu af Peugeot 308-bílum en senn mun rafbíllinn Renault Zoe leysa þá af hólmi. Endurreisnarráðherrann Arnaud Montebourg hefur reyndar þegar stolið senunni fyrir nokkru með því að brúka eingöngu Zoe, en Renault hefur selt um 10.000 eintök af þessum bíl undanfarið ár.

_Við erum að prófa fimm bíla sem við höfum haft að láni í vetur,“ sagði Biofarina ofursti, hermálastjóri forsetahallarinnar, um rafbílavæðinguna við útvarpsstöðina France Bleu. – Árangurinn lofar góðu og á þessu ári og því næsta munum við skipta út öllum öðrum bílum fyrir rafbíla. Í flotanum verða þar með eingöngu rafbílar á næsta ári,“ bætti hann við.

Í bílaflota hallarinnar eru um 100 ökutæki, þar af nokkrar skellinöðrur. Að sögn viðskiptablaðsins La Tribune munu sparast 10.000 lítrar af eldsneyti og losun gróðurhúsalofts minnka um 10 tonn. Breytingin er vistvæn en einnig fjárhagslega hagkvæm á tímum aðhalds og sparnaðar í opinberum rekstri.

Þrátt fyrir rafbílavæðinguna í Elysee-höll mun Francois Hollande forseti ekki ferðast um á rafbíl. Ástæðan er sú að ekki er hægt að klæða slíka bíla skotheldri brynju sem óhjákvæmileg er talin í þágu öryggis forsetans. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: