„Guðir“ kenna vélmennum

Akio Toyoda, forstjóri Toyota, vill auka gæði með því að …
Akio Toyoda, forstjóri Toyota, vill auka gæði með því að fá fleiri mennskar hendur í framleiðsluna. KAZUHIRO NOGI

Jap­anski bíla­fram­leiðand­inn Toyota hef­ur ákveðið að leysa suma þjarka sína af hólmi með mennsku starfs­fólki. Til­gang­ur­inn er að auka gæði fram­leiðslunn­ar og efla hug­vit og skil­virkni inn­an fyr­ir­tæk­is­ins.

Breyt­ing­arn­ar eru í sam­ræmi við stefnu Akio Toyoda, for­stjóra Toyota, um að snúa fyr­ir­tæk­inu frá því að ein­blína á vöxt en leggja þess í stað aft­ur áherslu á gæði og skil­virkni. Hann er barna­barna­barn Sakichi Toyoda, stofn­anda Toyota.

Vél­ar læra ekki sjálf­ar

Til að hrinda breyt­ing­un­um í verk valdi Toyoda Mitsuru Kawai, sem hef­ur verið í hálfa öld hjá fyr­ir­tæk­inu. „Þegar ég byrjaði voru hér reynd­ir iðnmeist­ar­ar, sem kallaðir voru guðir. Þeir gátu búið til hvað sem er,“ seg­ir Kawai í sam­tali við Bloom­berg.

Guðirn­ir, Kami-sama eins og þeir eru kallaðir á japönsku, halda nú inn­reið sína í verk­smiðjur Toyota á ný. Það kann að virka sem skref aft­urá­bak, í fyrstu, en með því að auka verkkunn­áttu starfs­manna öðlast þeir tæki­færi til að bæta fram­leiðslu­ferlið.

Í dag er hlut­verk flestra starfs­manna Toyota að mata þjarka á íhlut­um, sem þeir svo raða sam­an. „Við get­um ekki bara treyst á vél­ar, sem end­ur­taka bara sömu verk­in aft­ur og aft­ur. Til þess að verða meist­ari yfir vél­un­um þarf að hafa kunn­áttu og færni sem hægt er að kenna þeim,“ seg­ir Kawai.

„Alsjálf­virk­ar þró­ast ekki af sjálfu sér,“ seg­ir Taka­hiro Fujimoto, pró­fess­or við há­skól­ann í Tókýó. „Vél­væðing­in sem slík skaðar ekki, en að halda sig ein­göngu við ákveðna vél­væðingu verður til þess að um­bæt­ur og kaizen (stöðugar fram­far­ir) detta út.“

Spara tíma og efni

Og það verður hlut­verk starfs­manna sem vinna nú, til dæm­is, á 100 nýj­um vinnu­stöðvum í verk­smiðjum Toyota um allt Jap­an. Þar vinna starfs­menn­irn­ir íhluti með handafli og verk­fær­um, finna nýj­ar leiðir og lausn­ir á göml­um vanda­mál­um.

Í smíðadeild í verk­smiðju í Honsha, sem Kawai stýr­ir, eru sveif­arás­ar bún­ir til með því að berja, snúa og beygja málma, í stað sjálf­virkni sem áður var notuð við smíðina. Sú reynsla og þekk­ing sem fékkst við það verk­efni hef­ur stytt fram­leiðslu­tíma sveif­arás­anna um 96% og minnkað þann málm sem fell­ur til í af­ganga um 10%.

Þjark­ar sjá enn um megnið af fram­leiðslunni, en með því að læra að smíða hlut­ina í hönd­un­um geta starfs­menn­irn­ir ljáð fram­leiðslu­ferl­inu nokkuð sem þjark­arn­ir geta ekki – sjálf­stæða hugs­un. En til þess að hún nýt­ist þarf að gefa fólk­inu tæki­færi til að taka meiri þátt í ferl­inu en að mata bara vél­ar og ýta á takka.

„Ef ein­hvern­tíma kem­ur fram tækni sem er galla­laus og skil­ar alltaf full­komn­um afurðum, þá erum við til­bú­in til að taka í slík­ar vél­ar í notk­un,“ seg­ir Kawai og bæt­ir við: „Það er ekki til sú vél sem er alltaf pottþétt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »